jæja þá er svona nótt sem 'Olinn er ekkert að geta sofnað svo mér datt í hug að þvaðra eitthvað hér...
Heirðu fór á bókasafnið um daginn og tók mér ekki eina bók heldur fjögur stykki(harka það)
Ein bókin heitir Horfinn heimur árið 1900 í nærmynd. 'Eg verð að játa að það leinist í stráknum smá nörd það sem ég hafði bara mjög gaman af þessari bók, hún er unnin úr gömlum dagblaða greinum frá blöðum þessa tíma sem voru ein 7 þetta árið, það er nokkuð magnað að lesa þetta og reyna ýminda sér hvernig lífið var á litla íslandi árið 1900.
T,d var ritsíminn ekki enn kominn en fólk talaði um þetta stórfurðulega fyrirbæri og vissi ekki hvernig það átti að vefja huganum utan um þessa pælingu sem ritsíminn var, margir voru hræddir við þessar rosalegu tækni nýjungar og töldu heiminn vera farast með tilkomu þessa stórfurðulega apparats..
Annars nenni ég nú ekki allveg núna að blaðra um þessa bók, en hinar bækurnar sem ég tók mér eru Valtír á grænni treyju(er ekki byrjaður á henni) Þrælahald stór kafli í sögu mannkins og er það allveg stórmerkileg lesning, maður gerir sér stundum ekki fullkomlega grein fyrir hversu grimm mannskepnan hefur verið í gegnum aldirnar!! Og svo bók um ítölsku/amerísku mafíuna á síðustu öld, er að verða búinn með hana og svosem engar nýja upplýsingar að finna þar en samt sem áður gaman að lesa sér til um Al Capone,Lucky Lucian ofl gamla gangstera.
Smá fréttir um síðustu helgi komu egilstaða búar hingað á eyrina og var sötrað nokkrum slatta að bjór í íbúð minni, Diddi,Andri,Emil,Birna og Ella mættu með djamm hattinn og var skemmt sér ágætlega bæði kvöldin fös og lau en eins og venjulega hjá mér skemti ég mér best bara í fyrirdrykkjuni heima og á Ali þar sem líflegar umræður um merkilega og eins ómerkilega hluti fóru fram, hitaðar umræður um Davíð,'Ola, Baug og fjölmiðla frumvarpið fóru fram og var soldið rifist um það eins og vill oft verða!
í stuttu máli þá unnum við þær rökræður að sjálfsögðu sem eru þeirra skoðanar og réttilega svo að fjölmiðla frumvarpið er nauðsin hérna á landinu og að óli hafi ekki skrifað undir er náttúrulega bara til að skjóta á davíð og vinna sér þannig atkvæði í væntanlegum forseta kosningum.
'Eg mun ekki kjósa 'Olaf, lýst reyndar ekkert á hina gaurana heldur svo ég á von á að mæta og skila auðu.
'Eg mun kjósa Með fjölmiðla frumvarpinu þó svo að maður viti að það verði náttúrulega skítfelt þar sem fólk sem þolir ekki davíð notar þessar kosningar einungis til að kjósa á móti honum þó það hafi síðan enga skoðun á sjálfum lögunum sem er virkilega dapurleg staðreind!! Sínir bara hvað múgsefjun og fjöldinn getur verið heimskur!!
Mæ gúd freind Máni er víst að koma á klakann aftur frá danmörku núna 15 jún og verður að vinna hvar annarstaðar en í valaskjálf, síðan kemur ingi björn held ég í byrjun júl og stoppar aðeins æi tvær vikur svo maður verður að kíkja á fornar slóðir til egilsstaða og reyna ná einu góðu djammkvöldi útúr gömlu köllunum!
Lakers eru að kúka á sig í úrslitum nba deildarinnar og eru undir 3-1 gegn Pistons , ekki svaf ég vel í gærnótt eftir að hafa horft enn einu sinni á liðið mitt spila eins og eldriborgarar gegn miklu sprækara liði Detroit sem þá verður að játast eru að spila magnaða vörn! En málið er að Phil Jacskon veit bara ekki neitt, hann hefur ekkert! Prince fær að harassa Kobe útum allan völl og eina sem Phil gerir er að láta Shaq og stóru kallana gefa honum skrín lengst fyrir utan þriggja stiga línuna.. skil ekki af hverju hann lætur ekki Fisher eða Payton gefa skrín og reyna skipta á varnarmönnum og fá á sig Rip eða Billups því gegn þeim getur hann gert það sem honum sínist og þó ef Prince kemst í gegnum skrínið þá getur hann látið litlu mennina fá boltann og þeir geta skapað eitthvað ólíkt Malone og Shaq sem við þriggja stiga línuna fá boltan geta nákvæmlega ekki gert neitt af viti með boltann!!!
en þetta er nú bara það sem hefur verið svona mest pirrandi við þetta, það eru náttúrulega fullt af öðrum hlutum sem þarf að laga líka!!!
en 5 leikurinn er annaðkvöld og Pistons ef þeir vinna verða meistarar og Lakers verða bara álitnir ræflar og verða búnir að skemma úrslita keppnina fyrir mér.
Maður verður nú að hafa smá hita í þessu og stiðja sitt lið.