Links
www.torkelsson.blogspot.com lausar blaðsíður..: October 2004

Thursday, October 21, 2004

hó þá er fimtudagur og ég í fríi :)
fór í gær á blindsker myndina um bubba í borgarbíó með emil og hún er bara nokkuð fín, nokkur atriði sem hefði allveg mátt gera betur svo sem þessar blaðaúrklippur sem alltaf var verið að sína hefðu allveg mátt vera still uppá að maður hefði kannski getað lesið eitthvað af þessu því þetta þjónaði engum tilgangi að titra svona..
gaman að sjá klippur úr gömlum hemma gunn þáttum og viðtöl við bubba á þessum tíma.
fyrir þá sem hafa smá áhuga á bubba þá er þetta fýnasta afþreying.

fréttirnar í gær sögðu frá handrukkurum sem ruddust inní dv húsiðhttp://www.dv.is/?PageID=38&NewsID=17695 og ætluðu að ná tali af ritsjóranum sem var ekki í húsinu svo þeir hótuðu einhverjum frétta mönnum tóku einn þeirra hálstaki ofl
þetta er allveg snilldarlega heimskulegt hjá þessum mönnum!!!
glæpamenn að hóta Fréttamönnum sem náttúrulega í kjölfarið af þessu gera ekkert annað en að auka umfjöllun sína um þá plús,stöð2,ríkisjónvarpið,mogginn og fréttablaðið segja öll frá þessu!
ég held að í hausum þessara manna sé ekkert sem getur kallast sem rökhugsun eða siðferði!

heirðu já tannlækna dæmið er byrjað hjá mér :) fór í gær og eiddi yndislegum 4 klukkutímum í stólnum hjá Halldóri tannlækni og mæti aftur í fyrramálið í svipaðann tíma en þetta er held ég vel þess virði! reyndar frekar fúlt að þurfa síðan eftir það að bíða til 3 nóvember eftir að fá postulínið frá tannsmiðnum en mar verður bara sætta sig við það...

helvíti áhugavert sem ég las um daginn í fréttum , þá var gerð könnun og virðist sem að í öllum frjálsum ríkjum heimsins vilja Kerry sem forseta BNA á meðan einhver 3 skitinn lönd vilja Bush áfram..
þetta sínir í hnotskurn hvað bna fólk er heilaþvegið og heimskt ef það kýs Bush áfram!

Langar mig að lokum að auglísa eftir fólki sem deilir með mér áhugamálum..
Fynnst mér stundum að ég sé sá eini á þessu landi sem eftirfarandi hlutir vekja áhuga hjá...
NBA körfuboltinn.
Box.
Skór svona allskonar skór djöfull veit ég ekki hversvegna þetta vekur svona áhuga hjá mér en ég er sá eini hér á landi sem er heillaður af þessum bransa!!
Íslendingar kaupa sér skó í hagkaup ja eða sumir fara í tísku eða sportvöru verslanir og kaupa sér skó en þeir kaupa sér bara Eitt par sem þeir ganga síðan í þar til ekkert er eftir af þeim meðan ég er í adidas eða nike eða puma skóm á air force 1,superstar hugh cut skó ofl ofl ofl ofl sem ég geng í til skiptis setti meira segja skó í þvottavél um daginn...
ég vil hafa skóna hreina of flotta og pirra mig á því að sjá fólk labbandi um í gatslitnum skóm!!!
stórfurðulegt hjá mér ég veit!
retro fatnaður, old school original fatnaður frá adidas er snilld en kannski vegna vinnu minnar spái ég meira í þessum hlutum heldur en venjulegt fólk ;)

Monday, October 18, 2004

nei nei nei nei og nei!!!!!!!!!!!

Nú hefur veruleika sjónvarp gengið of langt!!!
Helvítis rugl!!!!!!!!!
Lenti á að horfa á einhvern þátt áðan á stöð 2 sem heitir theres something about miriam og ok ég bara ok einhver svona bachelor þáttur jei...
en nei nei þá velur hún einvhern gaur í lokin og svona en bíddu þarf að segja þér soldið ég er ekki kona... Hún er karlmaður með TYPPI!
þetta er bara grimmilegt að gera fólki þetta, enda vora kallarnir þarna búnir að kyssa hana einhverjir og tveir síðustu voru að tala um að vera ástfangnir og eitthvað en nei hún er með Typpi...

pffhhh ég er hneikslaður!
þetta fynnst mér vera of gróft!

Saturday, October 16, 2004

well saturday night...

þá er kominn laugardagur og bjórinn og talvan síðan kannski kíkja í smá teiti til systur minnar hennar Berglindar...
fór í gær og fékk loksins að vita almennilega hvað er búið að vera að mér í bakinu!
Komst á einhvern kraftaverka hátt að hjá Berg eða Bergi veit ekki en hann er hnykkjari og mikill snillingur eftir að hafa verið hjá sjúkraþjálfa,lækni fara í röngten éta bólgueiðandi eins og lúnatik í að verða mánuð þá komst ég að í gær og þessi maður Bergur sagðist geta lagað mig ekkert mál :)
jei en ég er víst með svona eins og fólk er sem Er að fara fá brjóstklos ég er ekki allveg sjúr hvað það nákvæmlega er en hef heirt frá fólki að það sé vibbi!
semsagt beiti mér vitlaust, stend og beigi mig rangt, er með hryggskekkju og sit víst líka vitlaust og því er einhver taug sem kallast A5 eða eitthvað þannig orðin klemmd og það er það sem hefur verið að valda mér gríðarsársauka og leiðindum...

en Magnað hann heldur að hann geti fiffað þetta til fyrir mig og kennt mér að fyrirbyggja að verða ekki einn af þessum köllum 30-40-50 ára sem fá reglulega í bakið nokkrum sinnum á ári og fynnst mér það bara snilld því ég var farinn að sjá fyrir mér helvíti myrka framtíð með svona helv... druslu bak!

Anyway heirðu í dag átti sér stað stór aðburður í íslensku íþóttalífi þar sem á Þelamörk fór fram fyrsti leikur í 2 deild körfuknattleiks karla í norðurlands riðli og liðin sem áttu kappi voru Skotfélag Akureyrar(mitt lið) gegn Smáranum frá ....... uhh sauðárkróki?? veit ekki allveg sko..
en Skotfélagið fór með sigur af hólmi í æsispennandi viðureign 79-70, Smárinn mætti með leiks með heila 6 leikmenn á meðan Skotfélagið var með 9 leikmenn en vantaði eina 4 aðal leikmann og þar er ég ekki meðtalinn þar sem undiritaður spilaði ekki með í dag vegna bakruglsins sem var talað um fyrr í þessari grein ;)
En þetta var hörku spennandi leikur en aðal atriði dagsins hlýtur þó að vera hvernig ég stóð mig á klukkuni!
Næstu helgi verður svo spilað gegn Dalvík sem við töpuðum fyrir um daginn í æfingaleik og eru þeir menn bara í ruglinu að æfa 4 eða 5 sinnum í viku meðan við dundum okkur svona 2 í viku...
En hef ég fulla trú á að ég muni spila með eins verða allavega 2 af þessum 4 mönnum sem vantaði með í dag held ég örugglega með svo það verður á ég von á helvíti harður leikur!

ég átti mjög sterka innkomu í leikinn um daginn, fékk layup og var blokkaður í rusl fékk síðan boltann aftur og var brotið á mér í skoti svo það var sett eitt niður á vítalínunni, svo seinna í leiknum fékk ég aftur víti og setti aftur aðeins annað þeirra oní, svo þetti ég niður einn þrist sem kom muninum niður í 6 stig í lok 3 fjórðungs en við enduðum á að tapa held ég með 11-14 stigum ef ég man rétt...
en minn aðal leikur fór fram varnarmeginn þar sem ég er all svaðalega riðgaður boltameðferðin ekki uppá sitt besta osf svo ég einbeitti mér að hörku vörn þar sem ég stökk meðal annars bókstaflega á einn mann við að fiska frákast gaf frá mér væn olbogaskot og fékk einar 3 villur :)
en verð nú betri í næsta leik ef bakið leifir mér að spila!

jæja get ýmindað mér að þetta hafi verið aldeilis stórskemtileg lesning þarna hehe en svona lifir maður nú innihaldslausu lífi er líka hundfúll yfir að hafa ekki getað farið suður í afmælið hja didda!

Wednesday, October 13, 2004

dópsalar

las dv í dag og kíkti á dópsala síðuna sem breiðholts pabbinn setti inn og fynnst mér þetta bara fýnt hjá kallinum og opinbera þetta viðbjóðs lið!
helvíti áhugavert samt að fylgjast með umræðunum þarna....

anyways fríkvöld í kvöld hjá mér og er ég nákvæmlega ekki búinn að gera neitt, horfði á imbann og síðan gamla nba dvd all star leik sem ég fékk hjá Gylfa leikurinn átti sér stað 1984 og er allgjör snilld að horfa á þetta! 20 ára gamalt en eins magnaður bolti og hægt er að sjá!
hef annars ekkert að segja :) bara svona sína lit og skrifa eitthvað hérna inn

Tuesday, October 12, 2004

JÆJA,

Fattaði um daginn að ég ætti svona blogg síðu einhverstaðar og er að spá í að blaðra aðeins þar sem það er ég veit ekki hvað langur tími síðan síðast...

Ég ætla ekkert að fara reyna að rifja upp undanfarinn mánuð eða mánuði hehe en já það sem er svona helst í gangi, hmm vinna alla daga og er byrjaður að spila körfu að nýju eftir nokkura ára hlé og það er bara snilld!!
Þetta lið heiti Skotfélagið hehe og er í 1 deild við erum að æfa 2 í viku og síðan er ég með öðrum hópi af stákum að spila á laugagötunni 3 á 3 einu sinni í viku og svo þar á milli reyni ég svona að finna tíma í ræktina þó ég hafi verið einstaklega latur við það undanfarið..

heirðu meðan ég man verð að læra að bæta linkum hingað inn því hef verið að kíkja á bloggsíður margra að austan og virðist sem allir séu eitthvað að bloggast sem er snilld og ég verð að bæta við Berglindi Ósk sem er meistara bloggari og ekkert smá ofur dugleg við að tjá sig ;) Sindri er fluttur til DK eins og svo margir ofl ofl sem ég man ekki eftir í augnablikinu...

Skil ekki eitt af hverju er Bush alltaf með 1-5 prósentu stiga forskot á Kerry???
AF HVERJU? Eru Bandaríkja menn virkilega upp til hópa sú allra heimskasta þjóð í hinum vestræna heimi?
Ég er ekki að skilja þetta, hvernig í ósköpunum EF það gerist fer þetta mannfífl að því að verða Endurkjörinn og fá að sitja 4 ár í biðbót sem forseti?
Maður hefði haldið að eftir allt íraks klúðrið hefði hann endanlega klúðrað þessu því þar á undan var hann ekkert að standa sig í starfi! Hefði bara átt að reka fávitann!
Veit ekki afhverju þetta pirrar mig svona og hef reynt að vera ekkert að missa mig í að fylgjast með þessu en málið er bara að hver sá sem er forseti bandaríkjanna hefur gríðarleg áhrif á allan heiminn þar á meðal okkar litla ísland og ég hef bara svo sterkt á tilfiningunni að ef fávitinn verður endurkjörinn af heilalausum kjósendum í BNA þá á ástandið í heiminum Öllum eftir að versna til muna, bna og evrópa munu fjarlægast ennþá meira og enn fleiri og verri hriðjuverka árásir eiga eftir að gerast... Ég sannarlega vona ekki þar sem allt bendir til að þetta fífl verði áfram forseti.....


en anyway leiter