Links
www.torkelsson.blogspot.com lausar blaðsíður..: September 2005

Friday, September 30, 2005

Baugsmálið og fjölmiðlarnir

Nú verð ég bara að vera leiðinlegur, mér leiðist agalega að vera ''Pólítískur'' en bara ég verð að tala um þetta!
Ok muniði eftir fjölmiðla frumvarpinu sem var í öllum fjölmiðlum sem allveg þvílíkt mál í fyrra eða hitteðfyrra og hvernig þeir máluðu það upp sem slæmt mál og hvað Davíð Oddson var að gera slæma hluti þá.
Ég man að það var eins og allir væru á móti því frumvarpi bara svona af því Davíð var að reyna fá það í gegn, djöfull vonandi sér eitthvað af þessu fólki hvað það var HEIMSKT að vera svona á móti því!!!

Það sem er að gerast í dag að sjá Baugsmiðlana DV,Stöð 2, Fréttablaðið, Bylgjuna, Talstöðina og já man ekki hvort þeir eigi fleiri fjölmiðla en þá.
En að sjá þessa frétta miðla sem maður Ætti að geta treist flytja svona endalausan Baugspropaganda, fara rosalega varlega í að tala actually um hvað þessir menn eru kærðir fyrir og fókusa á bara hvað þeir segja, kalla þá dýrlinga í íslensku þjóðfélagi gera headlines með hvað Jóhannes eða Ásgeir segja og slá því upp eins og sannleika ekki menn sem eru ákærðir fyrir glæp eins og Raunin er!

Bara vá að fylgast með þessu vekur upp með mér svo mikinn viðbjóð að sjá hvernig þessir peningamenn geta stjórnað fjölmiðlum og þar af leiðandi áliti almennings! Þetta er í rauninni bara hættulegt og hræðilegt að sjá hvert þetta þjóðfélag stefnir með þessu áframhaldi!

Ef einhver hefur séð myndina OutFoxed heimildarmynd um Fox fréttastofuna í Bandaríkjunum þá getur maður séð í hvað stefnir hér á íslandi í framtíðinni með þessu áframhaldi.

Sorry hvað þetta var leiðinlegt blogg, ég varð bara að tjá mig aðeins um þetta mál :)

Monday, September 26, 2005

Klukkaður

Ég var víst klukkaður af honum Inga Birni...
Held að það þíði að ég eigi að segja einhver 5 atriðið um mig sem eru misjafnlega tilgangslaus..
Rétt??
1.Ég er ennþá nba og boxfan dauðans og gengur ekkert að losa mig við þá bakteríu...

2.Áttaði mig á því um daginn að í íbúðinni minni þegar ég horfði yfir hana þá átti ég ekki neitt þarna inni, Guðný á allt basically, ég á ekki sófann eða sófaborðið ég á ekki rúmið ég á ekki borðstofu borðið og ekki eldhúsborðið ég á ekki sjónvarps skenkinn og ekki símann og svo á ég ekki neitt af neinu af þessu glingur drasli og myndum uppá vegg....
svo ef hún myndi nú taka uppá að flytja út einhvern daginn þá sæti ég uppi með tóma íbuð fyrir utan sjónvarp,dvd,playstation,vídjó tæki og pc tölvu á gólfinu.

3.Ég á ennþá Subaru Justy og hann er ekkert á leiðinni að deyja neitt á næstunni :)

4.Ég lenti í því um daginn að glápa á heilann 2 tíma þátt um sögu hlómsveitarinnar Abba í ríkissjónvarpinu og stóð svo sjálfan mig að því að taka Abba disk sem Guðný á og hlusta á hann á leiðinni til húsavíkur einn daginn og vera að fíla Abba bara ágætlega ;)
Þetta var rosaleg uppljóstrun hehe

5.Ég er með gríðarlega íþróttaskó sýki og við síðustu talningu í forstofunni heima taldi ég ein 24 pör.

Mér þótti virkilega erfitt að skrifa þennan lista!!

Sunday, September 25, 2005

Hvað varð um ósonlagið?

Hmm datt þetta bara svona í hug, hvað er að frétta af ósonlaginu???
Man þegar það var alltaf í fréttum og verið að segja hvað það væri í slæmum málum og að við værum að menga svo mikið og mættum ekki nota svona og svona hársprey osf osf...

Er þá bara búið að laga það eða nenna bara fjölmiðlar ekkert að fjalla um það lengur?

Sínir hversu mikil áhrif fjölmiðlar og frétta menn hafa á okkur og upp að vissu marki getað stjórnað hvernig við hugsum....

ANYWAYS skelltum okkur í bústaðinn hans pabba um helgina og það var bara svona líka nice, borðaður góður matur, spilað og farið í pottinn :)
Mjög fýn helgi, Nema náttúrlega í morgun á leiðinni heim lendum við ekki í mestu leiðindum ever!
Þar sem fór að snjóa ekkert smá heldur bara helling og við á sumardekkjum og góð, svo í víkurskarðinu þá gerist það bara fullkomlega blindað maður sá nákvæmlega ekki neitt út, það var svo blindað að snjómokstursbíllinn keyrði aftan á okkur!!!
SNJÓMOKSTURSBÍLLINN!

Hann sá okkur ekki neitt, það sást bara ekki neitt, ég ætlaði að fara útúr bílnum og tala við kallinn en það var svo brjálað að ég fauk, og bíllinn fylltist að innan af snjó þessar nokkrar sekúndur sem ég hafði opna bílstjóra hurðina....

En þetta endaði svosem allt vel, komumst niður að lokum fengum númerið hjá kallinum sem keyrði á okkur og fáum það allt bætt en þetta var samt óþolandi leiðinlegar aðstæður og gerir það að verkum að mann langar að eiga heima einhverstaðar annars staðar heldur en á Íslandi...

En jæja er að fara út að borða, Smári bróðir er að fara til bretlands í enskuskóla í næstu viku svo við ætlum að hittast fjölskildan og borða saman svona áður en stráksinn fer :)

Leiter fólkos ;)

Thursday, September 22, 2005

Íslenski Bachelor :)

Í kvöld var byrjað að sína íslenska bachelor eða leitin af honum og svo byrja þættirnir einhvern tíman seinna, ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega spenntur fyrir þessum þætti en fyrir Guðný er þetta víst allveg must see tv svo ég skellti mér í sófann og kíkti á þetta með henni :)
En hverja sér maður svo ekki í þessum þætti! Erlu Kristínu og síðan Steina Randver hehe það er náttúrulega bara magnað og þíðir að maður má nú til með að fylgjast aðeins með þessu!!!

Er nú nokkuð viss um að Erla var nú bara á einhverju svona nettu flippi og hafa gaman en að sjá Steina Randver þarna talandi um að hann væri kannski of góður og of mikill já maður þegar hann væri í sambandi og vera svona rosa mjúki gaurinn fannst mér soldið skrítið!
Eins og maður man eftir honum þá var hann í sínum augum allavega the ultimate male specimen of the world gaur hetjan og massinn út sveitinni :)
En annars fýnn strákur, það verður áhugavert að fylgjast með þessu!

Wednesday, September 21, 2005

FM 597

Djöfull agalega leiðist mér þessi útvarpstöð! Og þessi morgunþáttut Súper er bara hreint út sagt leiðinlegur og símahrekkirnir þeirra eru nákvæmlega ekkert fyndnir þeir ganga bara út á að vera sem leiðinlegastir!

Óþolandi að það séu ekki fleiri útvarpstöðvar hérna á ak en rás 2,rás 1,talstöðin,fm,létt og bylgjan!
Eitthvað af þessu þarf ég að hafa í eyrunum allan helv... daginn sem er nokkuð pirrandi.

Monday, September 19, 2005

Fín helgi

Þetta er búin að vera fýnasta helgi bara, það var greifamótið í körfubolta og komu 8 úrvalsdeildar lið hingað að keppa, ég fór á nokkra leiki og lið Þórsara lofar góðu fyrir tímabilið og kaninn þeirra er drullu góður bara :)
Get ekki sagt það sama um Hattara og get ekki sagt að ég sé bjartsínn fyrir veturinn hjá þeim en vonandi ná þeir að slípa sig betur saman og halda sér uppi...

Er búinn að fara tvisvar í bíó síðan ég skrifaði seinast, fór á Deuce Bigalow 2 og hún var svona fín það voru allveg nokkur atriði sem voru mjög fyndin en sovna í heildina þá var þetta nú svona frekar þunn mynd eins og maður átti von á :)

Svo í gær fór ég á The Man með Samuel L og einhverjum öðrum gaur sem ég man ekkert hvað heitir en sú mynd kom mér skemtilega á óvart og var bara drullu fyndin!
Sam the man er náttúrulega töffari og í þessu hlutverki er hann allveg að meikaða feitt!

Jæja hef annað merkilegra að gera heldur en að skrifa hér inn ætlaði bara svona rétt að láta vita af mér :)
leiter peeps

Tuesday, September 13, 2005

Meistaradeildin byrjuð aftur :)

Kom heim úr vinnuni beint í Liverpool vs Real Betis magnað að keppnin sé byrjuð aftur þó svo konan sé ekki sú ánægðasta með það...
Var bara sendur inní herbergi að horfá leikinn þar :)
Brilliant fyrrihálfleikur hjá mínum mönnum en seinni hálfleikurinn með þeim arfaslakari sem ég hef séð en þeir rétt mörðu sigurinn 2-1 sem er gott! Chelsea næst úff ekkert alltof bjartsínn á þann leik samt en jafntefli er allveg raunsæ úrslit...
Fyndið að Real með alla sína mega kalla tapi ekki 1-0 heldur 3-0 fyrir Lyon!! Sínir bara að það er sama hversu stór nöfn eru í liðinu og magnaðir sóknarleikmenn þá verður að vera topp þjálfari sem er með góðan aga og skipulag og kann að setja upp allvöru varnarleik með svona lið..
Held að Morinho myndi ná allsvakalegum árangri með þetta lið..

Svo gaman að horfa á Barcelona spila á morgun það er alltaf gaman að horfa á þá spila þegar þeir eru að ná vel saman!

Lítið meir að segja í bili

Sunday, September 11, 2005

Kýldur...

Óþolandi svona helvítis rugl!
Ég og Emil ákváðum í gærkvöldi að skella okkur út á smá djamm á Akureyri þar sem við höfum ekki farið hérna á djammið í marga mánuði og það var svosem fýnt vorum bara á Amour sem er orðinn drullu flottur staður..
En allavega síðan eitthvað um 3 leitið þá tek ég stefnuna heim til konunnar og er bara að labba með Emil niður stigann og sé þarna einvherja dökkhærða óaðalandi stelpu sem horfir agalega á mig eins og ég hafi gert henni eitthvað ég bara svona tek eftir henni spái ekkert meir í því og held bara áfram að labba svo allt í einu stendur einhver fáviti upp og kallar á mig Hei þú komdur aðeins og talaðu við mig, ég bara sure hélt það væri bara einhver miskilningur í gangi eða hann héldi að ég væri einhver annar svo ég labba uppað honum og hann spyr svona veistu hver Elvis er? Ég bara uhh Elvis ekkert að kveikja strax og fyrsta sem mér datt í hug var Elvis Presley eða eitthvað þannig svo heiri ég stelpuna sem horfði svona á mig áðan kalla á hann og segja Elvis situr inni útaf honum þá fattaði ég!

En greinilega ekki nógu snemma því bara um leið og hún sagði þetta þá fæ ég tvö högg í andlitið algerlega óviðbúinn og djöfull fynnst mér svona hegðun Léleg!!!!
En ég er með 2 kúlur á enninu smá bólgið vinstra auga og illa sprungna vör :(
Ég fékk þessi högg á mig hann var dreginn í burtu ég stóð þarna bara mest hissa bara og svo labbaði ég bara í burtu enda hef ég engan áhuga að hafa nokkur samskipti við þessa menn eða drengi eða hvað á að kalla svona fólk!

Þetta er svo siðblint en samt eru þessir gaurar komnir allir langt yfir 20 ára svo það er ekki eins og þetta séu einhver unglinga læti eða þannig...

Ég þoli ekki svona helvítis heimsku! Ég ætla ekki að fara haga mér eins og krakki og reyna slást við svona lið en ég ætla held ég ekki að kæra núna þar sem þetta er ekkert eitthvað massa allvarlegt en hika ekki við ef ég lendi í svona aftur þá er það bara kæran og aftur sömu helvítis leiðindi og ég lenti í þegar ég flutti hingað fyrir 2 og hálfu ári síðan.

Saturday, September 03, 2005

Tími kominn að vinda sér í þetta aftur!

Hæhæ ég var svo agalega mikið búinn að gleyma þessari síðu minni en nokkrir hafa verið að nefna við mig að skrifa eitthvað hérna af og til svo það er spurning að fara gera það bara aftur :)

Byrjum á fréttasögu :)
Var að koma heim frá Benidorm og vitiði hvað það var gaman!
Ég er náttúrulega brúnn og sætur heh eða kannski meira svona freknóttur með bleikum blæ ;)
En þetta var geggjuð ferð vorum í 2 vikur ég, Andri,Emil og Heiðar Graunsfeld ágætis hópur þarna og svo var hellingur af akureyringum þarna og ég kyntist líka skemtilegu fólki það væri gaman ef maður ætti digital vél að smella einhverjum myndum inn en ég á ekkert þannig og plús kann ég ekkert að setja myndir inn á þessa síðu!
Við vorum á mjög nice hóteli Gemelos 22 turn 3 þetta voru svona íbúðir, í matvöru versluninni okkar var ódýrasti bjórinn á 27 evrur sem er svona 19 krónur eða svo dósin :)

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þessa ferð við lentum í ævintýrum drukkum mikinn bjór og stunduðum klúbbana mikið, fórum útum allt í taxa sem kostuðu ekki rass fórum ú tívolí Terra Mitica það var geggjað flott, svo fórum við í mundomar sem er sjávardýra safn horfðum á höfrunga og seli og fleira á flottum síningum, fórum í aqualand sem er magnaður rennibrauta garður :)
Ég fékk mér tattoo :) Puma köttinn á vinstri handlegg, sumum fynnst hann annað hvort geggjað flottur eða geggjað asnalegur en það sem skiptir máli er að þetta er eina tattooið sem ég man eftir að hafa séð fyrir löngu síðan og langað að vera með :)

Nenni ekki að skrifa meira núna þar sem ég er að flýta mér en fyrst maður er búinn að brjóta ísinn þá heldur maður nú áfram að skrifa hérna inn!

See ya