Baugsmálið og fjölmiðlarnir
Ok muniði eftir fjölmiðla frumvarpinu sem var í öllum fjölmiðlum sem allveg þvílíkt mál í fyrra eða hitteðfyrra og hvernig þeir máluðu það upp sem slæmt mál og hvað Davíð Oddson var að gera slæma hluti þá.
Ég man að það var eins og allir væru á móti því frumvarpi bara svona af því Davíð var að reyna fá það í gegn, djöfull vonandi sér eitthvað af þessu fólki hvað það var HEIMSKT að vera svona á móti því!!!
Það sem er að gerast í dag að sjá Baugsmiðlana DV,Stöð 2, Fréttablaðið, Bylgjuna, Talstöðina og já man ekki hvort þeir eigi fleiri fjölmiðla en þá.
En að sjá þessa frétta miðla sem maður Ætti að geta treist flytja svona endalausan Baugspropaganda, fara rosalega varlega í að tala actually um hvað þessir menn eru kærðir fyrir og fókusa á bara hvað þeir segja, kalla þá dýrlinga í íslensku þjóðfélagi gera headlines með hvað Jóhannes eða Ásgeir segja og slá því upp eins og sannleika ekki menn sem eru ákærðir fyrir glæp eins og Raunin er!
Bara vá að fylgast með þessu vekur upp með mér svo mikinn viðbjóð að sjá hvernig þessir peningamenn geta stjórnað fjölmiðlum og þar af leiðandi áliti almennings! Þetta er í rauninni bara hættulegt og hræðilegt að sjá hvert þetta þjóðfélag stefnir með þessu áframhaldi!
Ef einhver hefur séð myndina OutFoxed heimildarmynd um Fox fréttastofuna í Bandaríkjunum þá getur maður séð í hvað stefnir hér á íslandi í framtíðinni með þessu áframhaldi.
Sorry hvað þetta var leiðinlegt blogg, ég varð bara að tjá mig aðeins um þetta mál :)