Links
www.torkelsson.blogspot.com lausar blaðsíður..: Fín helgi

Monday, September 19, 2005

Fín helgi

Þetta er búin að vera fýnasta helgi bara, það var greifamótið í körfubolta og komu 8 úrvalsdeildar lið hingað að keppa, ég fór á nokkra leiki og lið Þórsara lofar góðu fyrir tímabilið og kaninn þeirra er drullu góður bara :)
Get ekki sagt það sama um Hattara og get ekki sagt að ég sé bjartsínn fyrir veturinn hjá þeim en vonandi ná þeir að slípa sig betur saman og halda sér uppi...

Er búinn að fara tvisvar í bíó síðan ég skrifaði seinast, fór á Deuce Bigalow 2 og hún var svona fín það voru allveg nokkur atriði sem voru mjög fyndin en sovna í heildina þá var þetta nú svona frekar þunn mynd eins og maður átti von á :)

Svo í gær fór ég á The Man með Samuel L og einhverjum öðrum gaur sem ég man ekkert hvað heitir en sú mynd kom mér skemtilega á óvart og var bara drullu fyndin!
Sam the man er náttúrulega töffari og í þessu hlutverki er hann allveg að meikaða feitt!

Jæja hef annað merkilegra að gera heldur en að skrifa hér inn ætlaði bara svona rétt að láta vita af mér :)
leiter peeps

2 Comments:

Blogger Ingi said...

Sæll gamli. Hefði viljað vera með þér að kíkja á leikina á þessu móti. Súrt að heyra að Hattarar séu að skíta svona svakalega í buksurnar

3:17 PM  
Blogger 'Oli Sigurðarsson said...

Já þetta var fýn helgi maður! Hvernig með þig ætlarðu ekki að vera spila eitthvað í vetur þarna úti?
En bright side með Hattarana er að náttúrulega kaninn sem er að þjálfa þá og hinn kaninn voru bara að koma til liðsins miðvikudaginn fyrir mót plús að Eugene snéri sig á ökkla í öðrum leik og svo var Gísli að segja mér frá einhverjum júgga sem er 213 eða eitthvað sem er svona 95% víst að komi svo þetta er ekkert búið hjá þeim allveg þó þetta verði mjög erfitt!

2:49 AM  

Post a Comment

<< Home