Links
www.torkelsson.blogspot.com lausar blaðsíður..: Hvað varð um ósonlagið?

Sunday, September 25, 2005

Hvað varð um ósonlagið?

Hmm datt þetta bara svona í hug, hvað er að frétta af ósonlaginu???
Man þegar það var alltaf í fréttum og verið að segja hvað það væri í slæmum málum og að við værum að menga svo mikið og mættum ekki nota svona og svona hársprey osf osf...

Er þá bara búið að laga það eða nenna bara fjölmiðlar ekkert að fjalla um það lengur?

Sínir hversu mikil áhrif fjölmiðlar og frétta menn hafa á okkur og upp að vissu marki getað stjórnað hvernig við hugsum....

ANYWAYS skelltum okkur í bústaðinn hans pabba um helgina og það var bara svona líka nice, borðaður góður matur, spilað og farið í pottinn :)
Mjög fýn helgi, Nema náttúrlega í morgun á leiðinni heim lendum við ekki í mestu leiðindum ever!
Þar sem fór að snjóa ekkert smá heldur bara helling og við á sumardekkjum og góð, svo í víkurskarðinu þá gerist það bara fullkomlega blindað maður sá nákvæmlega ekki neitt út, það var svo blindað að snjómokstursbíllinn keyrði aftan á okkur!!!
SNJÓMOKSTURSBÍLLINN!

Hann sá okkur ekki neitt, það sást bara ekki neitt, ég ætlaði að fara útúr bílnum og tala við kallinn en það var svo brjálað að ég fauk, og bíllinn fylltist að innan af snjó þessar nokkrar sekúndur sem ég hafði opna bílstjóra hurðina....

En þetta endaði svosem allt vel, komumst niður að lokum fengum númerið hjá kallinum sem keyrði á okkur og fáum það allt bætt en þetta var samt óþolandi leiðinlegar aðstæður og gerir það að verkum að mann langar að eiga heima einhverstaðar annars staðar heldur en á Íslandi...

En jæja er að fara út að borða, Smári bróðir er að fara til bretlands í enskuskóla í næstu viku svo við ætlum að hittast fjölskildan og borða saman svona áður en stráksinn fer :)

Leiter fólkos ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home