Links
www.torkelsson.blogspot.com lausar blaðsíður..: Kýldur...

Sunday, September 11, 2005

Kýldur...

Óþolandi svona helvítis rugl!
Ég og Emil ákváðum í gærkvöldi að skella okkur út á smá djamm á Akureyri þar sem við höfum ekki farið hérna á djammið í marga mánuði og það var svosem fýnt vorum bara á Amour sem er orðinn drullu flottur staður..
En allavega síðan eitthvað um 3 leitið þá tek ég stefnuna heim til konunnar og er bara að labba með Emil niður stigann og sé þarna einvherja dökkhærða óaðalandi stelpu sem horfir agalega á mig eins og ég hafi gert henni eitthvað ég bara svona tek eftir henni spái ekkert meir í því og held bara áfram að labba svo allt í einu stendur einhver fáviti upp og kallar á mig Hei þú komdur aðeins og talaðu við mig, ég bara sure hélt það væri bara einhver miskilningur í gangi eða hann héldi að ég væri einhver annar svo ég labba uppað honum og hann spyr svona veistu hver Elvis er? Ég bara uhh Elvis ekkert að kveikja strax og fyrsta sem mér datt í hug var Elvis Presley eða eitthvað þannig svo heiri ég stelpuna sem horfði svona á mig áðan kalla á hann og segja Elvis situr inni útaf honum þá fattaði ég!

En greinilega ekki nógu snemma því bara um leið og hún sagði þetta þá fæ ég tvö högg í andlitið algerlega óviðbúinn og djöfull fynnst mér svona hegðun Léleg!!!!
En ég er með 2 kúlur á enninu smá bólgið vinstra auga og illa sprungna vör :(
Ég fékk þessi högg á mig hann var dreginn í burtu ég stóð þarna bara mest hissa bara og svo labbaði ég bara í burtu enda hef ég engan áhuga að hafa nokkur samskipti við þessa menn eða drengi eða hvað á að kalla svona fólk!

Þetta er svo siðblint en samt eru þessir gaurar komnir allir langt yfir 20 ára svo það er ekki eins og þetta séu einhver unglinga læti eða þannig...

Ég þoli ekki svona helvítis heimsku! Ég ætla ekki að fara haga mér eins og krakki og reyna slást við svona lið en ég ætla held ég ekki að kæra núna þar sem þetta er ekkert eitthvað massa allvarlegt en hika ekki við ef ég lendi í svona aftur þá er það bara kæran og aftur sömu helvítis leiðindi og ég lenti í þegar ég flutti hingað fyrir 2 og hálfu ári síðan.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home