Þetta er nú bara búin að vera róleg helgi hérna á eyrinni, fór að versla í bónus í dag með konunni og verslaði bara fyrir litlar 8800 krónur og fannst engan veginn að gaman að borga það ;)
En gerði þó góð kaup þar, fann heimildarmynd á dvd um Stanley Kubrick þar sem er fjallað um æfi hans og öll verkin sem hann gerði það var bara mjög fróðlegt og skemtilegt fannst mér að sjá þessa mynd.
Hann var nokkuð áhugaverður maður, myndirnar sem ég er mest heillaður af eftir hann eru Full Meta Jacket sem var drullu góð mynd sem er í rauninni tímalaus og sama hvað maður er að gera og rekst á hana einhverstaðar þá er maður alltaf til í að horfa á hana aftur og yfirleitt sér maður nýtt og nýtt sjónarhorn á hana..
Allgjör A Plús mynd og ef þú hefur ekki séð hana þá mæli ég sterklega með því að þú farir á leiguna og bætir úr því eins og skot :)
Hin myndin sem ég man sérstaklega eftir er Clockwork Orange það er Virkilega steipt mynd en samt ótrúlega flott og bara já hef eiginlega ekki orð til að lísa henni, þyrfti eiginlega bara að fara sjá hana aftur :)
En að öðru Liverpool tapaði fyrir Chelsea í dag 4-1 á Heimavelli feginn að hafa ekki séð þann leik!!!
Þeir eru eitthvað að skíta á sig mínir menn í deildinni.
En það er náttúrulega erfitt að spila gegn Chelsea þegar þeir eru að spila vel þeirra leikmannahópur er náttúrulega vægast sagt fáránlega sterkur, það er eiginlega ósanngjarnt bara!
Mér fynnst ennþá að enska deildin sem og ítalska,spænska og þær allar ættu að taka upp sovna einhverskonar launaþak svipað og er til staðar í NBA deildinni!
Ég skil reyndar ekki að það séu ekki fleiri að fara fram á þetta, eða að þetta hafi ekki verið gert fyrir nokkrum árum eftir að peningarnir fóru að aukast svona dramatískt í atvinnumanna íþróttum, ég meina hvað er spennandi fyrir fótboltaunnendur að vita bara að á Spáni verða alltaf Barcelona og Real Madrid meðal topp 5, á ítalíu sama með Juve,AC og þau lið og svo á Englandi þar verða þetta Chelsae,Man Utd,Arsenal og vonandi Liverpool!
Og þeir stærstu verða bara stærri og ríkari meðan minni liðin rétt standa í stað eða einfaldlega falla.
Mér persónulega fynnst það allavega leiðinlegt umhverfi sem íþóttaunnandi!
Þessvegna er ég alltaf svo hrifinn af NBA deildinni(svona fyrir utan að þar er spilaður körfubolti sem er mun skemtilegri að horfa á heldur en fót eða Sérstaklega handbolta) er að lið eins og Bulls eru á toppnum í einhver ár, en svo kemur að því að aðal leikmennirnir þeirra hætta eða fara þá geta þeir ekkert gert eins og Chelsae og keypt bara bestu leikmennina þeir verða að byggja upp að nýju í gegnum skipti og nýliðaval.
Svo það er sama hvaða lið þú velur þér að halda með þegar þú ert krakki þá á það lið alltaf sömu möguleika og öll hin(nema það lið sé Clippers hehe) á meðan ef í fótboltanum hefur þú um að velja kannski þessi topp 3-5 lið og þá veistu að það lið á Alltaf eftir að vera nálægt toppnum eða þú getur valið þér eitthvað lið eins og Cristal Palace eða eitthvað og þú veist að nema einhver margmilljarða mæringur kaupi liðið þá á það aldrei eftir að eiga möguleika á að vinna neitt!
Eitt enn djöfull varð ég ánægður á föstudaginn þegar ég heirði að Digital ísland verður með NBA TV inní sportpakkanum hjá sér en svo Ógeðslega svekktur þegar ég komst að því að Digital ísland er bara ekkert í boði hérna á ak :( Það sökkar!!!
Jæja þetta er held ég orðið vel langt og tími kominn á háttinn :)